Skotmarki Arsenal bannað að mæta á æfingar

Moises Caicedo í leik með Brighton gegn Charlton.
Moises Caicedo í leik með Brighton gegn Charlton. AFP/Glyn Kirk

Enska knattspyrnufélagið Brighton hefur bannað miðjumanninum Moises Caicedo að mæta á æfingar hjá liðinu þar til félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin.

Brighton hafnaði 60 milljón punda tilboði Arsenal í leikmanninn sem virtist eitthvað ósáttur með það og óskaði eftir sölu á samfélagsmiðlum sínum. 

Brighton hefur sagt að leikmaðurinn sé ekki til sölu en forsvarsmenn félagsins segjast skilja það að svona hátt tilboð hafi áhrif á leikmanninn, enda er hann ekki nema 21 árs gamall. Það hafi því verið ákveðið að gefa honum frí til að koma hugarfarinu í réttan farveg.

Fyrr í mánuðinum keypti Arsenal Belgann Leandro Trossard frá Brighton á 27 milljónir punda. Hann hafði þá komist upp á kant við Roberto De Zerbi, stjóra liðsins, og var það talið besta lausnin að selja hann.

mbl.is