Son komst í gang og nýi maðurinn skoraði

Arnaut Danjuma fagnar marki sínu í kvöld.
Arnaut Danjuma fagnar marki sínu í kvöld. AFP/Lindsey Parnaby

Suður-Kóreu maðurinn Heung-Min Son setti fyrstu tvö mörkin í 3:0 útisigri Tottenham á Preston í enska bikarnum í fótbolta í kvöld. 

Mörk Son komu á 50. og 69. mínútu en nýjasti liðsmaður Tottenham, Arnaut Danjuma, innsiglaði svo sigur Tottenham á 87. mínútu með sínu fyrsta marki í sínum fyrsta leik fyrir Lundúnafélagið. 

Tottenham er því komið í 16-liða úrslit keppninnar. 

mbl.is