Spánverjinn gengur til liðs við Tottenham

Pedro Porro fagnar marki í leik með Sporting.
Pedro Porro fagnar marki í leik með Sporting. AFP/Patricia De Melo Moreira

Tottenham og Sporting hafa náð munnlegu samkomulagi um félagaskipti spænska fótboltamannsins Pedro Porro til Tottenham. 

Porro er 23 ára gamall bakvörður sem hefur leikið hjá Sporting frá árinu 2020. Spánverjinn mun skrifa undir samning til ársins 2028 en kaupverðið er óuppgefið. 

Tottenham er sem stendur í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 36 stig.

mbl.is