Chelsea kaupir enn einn leikmanninn

Malo Gusto í leik með Lyon.
Malo Gusto í leik með Lyon. AFP/Bertrand Guay

Enska knattspyrnufélagið Chelsea staðfesti í morgun kaup sín á unga Brasilíumanninum Malo Gusto á 26 milljónir punda frá Lyon en hann skrifar undir sjö og hálfs árs samning. 

Gusto er 19 ára bakvörður sem hefur átt gott tímabil með Lyon. Brassinn mun þó ekki spila með Chelsea-liðinu strax en hann verður lánaður aftur til Lyon út tímabilið. 

Þetta er sjöundi leikmaður sem Chelsea fær til sín í janúar og ljóst er að Todd Boehly, eigandi félagsins, ætlar ekki að standa ráðalaus en gengi félagsins hefur verið langt undir væntingum á þessu tímabili. 

mbl.is