Eriksen yfirgaf völlinn á hækjum

Daninn Christian Eriksen yfirgaf völlinn á hækjum.
Daninn Christian Eriksen yfirgaf völlinn á hækjum. AFP/Oli Scarff

Daninn Christian Eriksen yfirgaf Old Trafford á hækjum eftir 3:1 sigur Manchester United á Reading í enska bikarnum í fótbolta í gær. 

Eriksen byrjaði í liði Manchester United en eftir harkalega tæklingu frá Andy Carroll á 57. mínútu þurfti hann að vera tekinn af velli. Carroll slapp við spjald en stuttu síðar fékk hann tvö gul spjöld með stuttu millibili og var rekinn af velli. 

Daninn sást síðan eftir leik yfirgefa heimavöll sinn á hækjum en óljóst er hversu alvarleg þessi meiðsli Eriksen eru. 

mbl.is