Hann er stórkostlegur leikmaður

Casemiro í leiknum í gærkvöldi.
Casemiro í leiknum í gærkvöldi. AFP/Oli Scarff

Fyrirliði Manchester United, Harry Maguire, hrósaði liðsfélaga sínum Casemiro í hástert eftir 3:1 sigur liðsins gegn Reading í enska bikarnum í fótbolta í gær. 

Casemiro setti fyrstu tvö mörk Manchester-liðsins á listilegan hátt og var ásamt því valinn maður leiksins. Harry Maguire fór aðeins fögrum orðum um Brasilíumanninn í viðtali við Skysports eftir leik. 

„Hann er stórkostlegur leikmaður sem hefur bætt liðið, móralinn og frammistöðuna,“ sagði Maguire um Casemiro. 

mbl.is