Lykilmaður Palace meiddist illa

Wilfried Zaha er einn mikilvægasti leikmaður Crystal Palace.
Wilfried Zaha er einn mikilvægasti leikmaður Crystal Palace. AFP/Adrian Dennis

Wilfried Zaha, sóknarmaður Crystal Palace, verður frá vegna meiðsla í allt að sex vikur eftir að læknisskoðun leiddi í ljós að þau væru alvarlegri en búist var við í fyrstu.

Zaha fór meiddur af velli í markalausu jafntefli gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og hélt þá um læri sitt.

Skoðanir hafa leitt í ljós að hann reif vöðva aftan í læri og því má eiga von á því að Zaha verði frá í að minnsta kosti mánuð.

Hann er algjör lykilmaður hjá Palace og verður því sárt saknað.

mbl.is