Inter vill fá Maguire

Harry Maguire hefur fengið fá tækifæri hjá Manchester United í …
Harry Maguire hefur fengið fá tækifæri hjá Manchester United í vetur. AFP/Oli Scarff

Inter Mílanó vill fá Harry Magurie, fyrirliða Manchester United, áður en lokað verður fyrir félagaskiptin í fótboltanum annað kvöld.

Þetta segir Daily Mail í dag, en samkvæmt heimildum blaðsins hefur Inter sent United fyrirspurn um Maguire sem hefur þurft að verma varamannabekk enska liðsins mestallt tímabilið þrátt fyrir gott gengi með enska landsliðinu.

Inter leitar sér að miðverði í staðinn fyrir Milan Skriniar sem er á leið frá félaginu til París SG.

Daily Mail segir jafnframt að sjálfur vilji Maguire bíða til vorsins með að taka ákvörðun um sína framtíð í fótboltanum.

Hann hefur verið í hlutverki varamanns fyrir þá Lisandro Martínez og Raphael Varane sem eru fyrstu kostir hjá stjóranum Erik ten Hag í miðvarðarstöðurnar hjá Manchester United.

mbl.is