Leeds fær miðjumann Juventus að láni

Weston McKennie í leik með bandaríska landsliðinu á HM 2022 …
Weston McKennie í leik með bandaríska landsliðinu á HM 2022 í Katar í síðasta mánuði. AFP/Raul Arboleda

Leeds United hefur samið við bandaríska landsliðsmanninn Weston McKennie um að ganga til liðs við enska knattspyrnufélagið að láni frá ítalska félaginu Juventus.

Leeds er með forkaupsrétt á hinum 24 ára gamla McKennie, sem er öflugur miðjumaður, að yfirstandandi tímabili loknu.

Hann á 41 landsleik að baki fyrir Bandaríkin, þar sem McKennie hefur myndað sterka miðju með Tyler Adams, sem hann hittir fyrir hjá Leeds.

McKennie er þriðji leikmaðurinn sem Leeds fær til liðs við sig í janúarglugganum eftir að austurríski varnarmaðurinn Max Wöber var keyptur frá Red Bull Salzburg og franski sóknarmaðurinn Georginio Rutter var keyptur frá Hoffenheim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert