Eigandinn hætti við ítalska landsliðsmanninn

Nicolo Zaniolo (til vinstri) í leik með Roma gegn AC …
Nicolo Zaniolo (til vinstri) í leik með Roma gegn AC Milan fyrr í mánuðinum. AFP/Filippo Monteforte

Bandaríkjamaðurinn Bill Foley, eigandi enska knattspyrnufélagsins Bournemouth, ákvað að hætta við að festa kaup á ítalska landsliðsmanninum Nicolo Zaniolo þar sem honum þótti félagið hafa eytt nægilega háum fjárhæðum í janúarglugganum.

Sky Sports greinir frá.

Zaniolo, sem er hæfileikaríkur og fjölhæfur sóknarmaður, vill burt frá Roma en hafnaði því upphaflega að ræða við Bournemouth.

Honum snerist hins vegar hugur í morgun en kom þá að tómum kofanum hjá Bournemouth, sem eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni og í harðri fallbaráttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert