Sannfærandi United-menn í úrslit

Anthony Martial og Fred skoruðu mörk United í kvöld.
Anthony Martial og Fred skoruðu mörk United í kvöld. AFP/Paul Ellis

Manchester United tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum enska deildabikarsins í fótbolta með 2:0-heimasigri á Nottingham Forest. United vann fyrri leikinn 3:0 og einvígið því 5:0.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Anthony Martial United-mönnum yfir á 73. mínútu eftir undirbúning hjá Marcus Rashford.

Rashford var síðan aftur á ferðinni þremur mínútum síðar er hann lagði upp annað markið á Fred, og þar við sat.

United mætir Newcastle í úrslitaleik, en Newcastle hafði betur gegn Southampton í hinu undanúrslitaeinvíginu.

mbl.is