Valdi Nottingham Forest fram yfir Everton

Andre Ayew á að baki 113 landsleiki fyrir Ghana.
Andre Ayew á að baki 113 landsleiki fyrir Ghana. AFP

Knattspyrnumaðurinn André Ayew er að ganga til liðs við Nottingham Forest á frjálsri sölu.

Það er Nottingham Forest News sem greinir frá þessu en Ayew, sem er 33 ára gamall, lék síðast með Fenerbahce í Tyrklandi.

Hann þekkir vel til á Englandi eftir að hafa leikið með Swansea og West Ham en alls á hann að baki 89 leiki í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur skorað 21 mark.

Everton reyndi líka að semja við Ayew sem valdi að endingu Nottingham Forest en þeir Steve Cooper, stjóri Forest, þekkjast vel eftir að hafa unnið saman hjá Swansea.

Sóknarmaðurinn á að baki 113 A-landsleiki fyrir Ghana þar sem hann hefur skorað 24 mörk en hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2007.

mbl.is