Arteta stjóri mánaðarins annað skiptið í röð

Mikel Arteta hefur þrisvar sinnum verið útnefndur knattspyrnustjóri mánaðarins í …
Mikel Arteta hefur þrisvar sinnum verið útnefndur knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. AFP/Adrian Dennis

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið útnefndur stjóri janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Hann var einnig valinn stjóri mánaðarins í desember og sömuleiðis ágúst.

Undir stjórn Arteta krækti Arsenal í sjö stig í þremur gífurlega mikilvægum leikjum í toppbaráttunni í deildinni.

Fyrst gerði liðið markalaust jafntefli við Newcastle United á Emirates-vellinum, vann svo Tottenham Hotspur á útivelli og vann loks Manchester United á heimavelli.

Sem stendur er Arsenal á toppnum með 50 stig eftir 19 leiki, fimm stigum fyrir ofan Englandsmeistar Manchester City og á auk þess leik til góða.

mbl.is