Klopp: „Segi ekkert án lögfræðingsins míns“

Jürgen Klopp ásamt Stefan Bajcetic og Thiago.
Jürgen Klopp ásamt Stefan Bajcetic og Thiago. AFP/Oli Scarff

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var á blaðamannafundi í dag spurður út í gífurlega eyðslu Chelsea á tímabilinu.

Liverpool keypti Cody Gakpo á 37 milljónir punda í janúrglugganum á meðan Chelsea eyddi um 318 milljónum punda í átta leikmenn í glugganum.

„Ég segi ekkert án lögfræðingsins míns. Ég skil ekki þennan hluta leiksins, þetta er risa upphæð.

Þetta eru allt mjög góðir leikmenn þannig að ég óska þeim til hamingju. Ég skil ekki hvernig þetta er hægt en það er ekki mitt að útskýra það,“ sagði Klopp.

mbl.is