Olise skoraði fallegasta mark mánaðarins (myndskeið)

Stórglæsilegt mark Michaels Olise úr Crystal Palace í 1:1-jafntefli gegn Manchester United hefur verið valið mark janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Átta lagleg mörk komu til greina í valinu en magnað skot Olise beint úr aukaspyrnu, sem fór í þverslána rétt við samskeytin og þaðan í netið, var valið það fallegasta.

Og það ekki að ósekju.

Markið glæsilega má sjá, ásamt hinum mörkunum sjö sem komu til greina, í spilaranum hér að ofan. Mark Olise kemur eftir slétta mínútu.

mbl.is