Ég er enn stoltur af leikmönnunum

Mikel Arteta var sýnilega svekktur að leik loknum.
Mikel Arteta var sýnilega svekktur að leik loknum. AFP/Paul Ellis

„Ég er enn stoltur af leikmönnunum,“ sagði Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal í samtali við BT Sport eftir ósigur á útivelli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Evert­on gerði sér lítið fyr­ir og vann toppliðið í fyrsta leik hins nýráðna knattspyrnustjóra, Sean Dyche, en James Tar­kowski skoraði sig­ur­markið á 60. mín­útu með skalla eft­ir horn­spyrnu.

„Við sáum mikið af boltanum en okkur vantaði staðfestu og gæði á síðasta þriðjungi vallarins.

Við fengum mörg færi en þegar við fengum á okkur markið þá hægðu þeir á leiknum og þetta varð erfitt fyrir okkur. Við náðum ekki að stýra leiknum og gáfum of margar óþarfa aukaspyrnur.

Þetta verður enginn dans á rósum. Þetta verður erfitt og við þurfum að gefa allt sem við eigum í framhaldið og spila betur en við gerðum í dag.“

mbl.is