„Erfitt fyrir mig að skilja þetta“

Patrick Vieira, knattspyrnustjóri Crystal Palace.
Patrick Vieira, knattspyrnustjóri Crystal Palace. AFP/Ben Stansall

Patrick Vieira, knattspyrnustjóri Crystal Palace, kveðst hafa þungar áhyggjur af þeirri staðreynd að hann sé eini þeldökki stjórinn í úrvalsdeildum karla og kvenna á Englandi.

Vieira, sem tók við Palace sumarið 2021, er eini þeldökki stjórinn af 20 liðum í úrvalsdeild karla og þá er enginn þeldökkur stjóri í úrvalsdeild kvenna, sem samanstendur af tólf liðum.

„Þetta liggur þungt á mér. Það er erfitt fyrir að mig að skilja þetta. Ég tel að þetta sýni einfaldlega að það er enn langur vegur fram undan,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær.

Í enskri deildakeppni eru aðeins 4,4 prósent knattspyrnustjóra dökkir á hörund.

mbl.is