Liverpool steinlá fyrir Úlfunum

Ruben Néves skorar þriðja mark Wolves.
Ruben Néves skorar þriðja mark Wolves. AFP/Darren Staples

Wolves vann sannfærandi 3:0-heimasigur á Liverpool er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á heimavelli fyrrnefnda liðsins í dag.

Úlfarnir byrjuðu af miklum krafti, því staðan var orðin 2:0 eftir aðeins 12 mínútur. Joël Matip kom Wolves yfir á 5. mínútu er hann setti boltann í eigið mark eftir sprett hjá Hee-Chan Hwang.

Heimamenn héldu áfram að sækja og sjö mínútum síðar skoraði varnarmaðurinn Craig Dawson annað mark Wolves með föstu skoti úr teignum, en hann var að leika sinn fyrsta leik með liðinu eftir að hafa komið frá West Ham.

Leikmenn Wolves fagna marki í dag.
Leikmenn Wolves fagna marki í dag. AFP/Darren Staples

Liverpool gekk illa að skapa opin færi í hálfleiknum og voru hálfleikstölur því 2:0. Gestirnir byrjuðu betur í seinni hálfleik og fengu fín færi til að minnka muninn. Darwin Núnez slapp m.a. einn í gegn en José Sá varði vel frá honum.

Rothöggið kom hins vegar frá Wolves á 71. mínútu þegar Rúben Neves skoraði þriðja markið á 71. mínútu eftir baneitraða skyndisókn og þar við sat.

Wolves er í 15. sæti með 20 stig og kom sér upp úr fallsæti með sigrinum. Liverpool er í tíunda sæti með 29 stig.  

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Wolves 3:0 Liverpool opna loka
90. mín. Liverpool fær hornspyrnu Oxlade-Chamberlain með skot í Kilman og rétt framhjá.
mbl.is