Lögðu upp með að halda hreinu og skora

Sean Dyche var líflegur á hliðarlínunni í dag.
Sean Dyche var líflegur á hliðarlínunni í dag. AFP/Paul Ellis

„Mér líkar að vinna 1:0. Við höfum lagt mikið á okkur í vikunni og hreinskilni leikmanna hefur verið okkur ómetanleg,“ sagði Sean Dyche, nýráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, í samtali við BBC eftir sigurinn á toppliði Arsenal á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu í dag.

Evert­on gerði sér lítið fyr­ir og vann góðan heima­sig­ur í fyrsta leik Dyche en James Tar­kowski skoraði sig­ur­markið á 60. mín­útu með skalla eft­ir horn­spyrnu.

Aðspurður sagðist þessi litríki knattspyrnustjóri hafa lagt upp með að halda hreinu og skora í leiknum.

„Við reyndum að troða fimm vikna undirbúningstímabili á eina viku. Við gáfum leikmönnum urmul upplýsinga og þeir hafa tekið vel á móti. Þetta er góð byrjun og svo sem ekkert meira en það.

Stuðningsmennirnir munu hjálpa okkur. Þeir voru magnaðir í dag og við þurfum að skila þeim einhverju til baka.

Við þurfum að halda okkar vinnu áfram og halda áfram að bæta okkar leik.“

James Tarkowski fagnar sigurmarki sínu fyrir Everton í dag.
James Tarkowski fagnar sigurmarki sínu fyrir Everton í dag. AFP/Paul Ellis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert