Stál í stál á St. James' Park

Dan Burn, leikmaður Newcastle, hylur andlit sitt í treyjunni að …
Dan Burn, leikmaður Newcastle, hylur andlit sitt í treyjunni að leik loknum. Callum Wilson og Miguel Almiron liðsfélagar hans þakka stuðningsmönnum þeirra framlag. AFP/Oli Scarff

Lið Newcastle og West Ham skildu jöfn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, 1:1, á heimavelli Newcastle, St. James´ Park.

Heimamenn skoruðu snemma með marki frá Callum Wilson en Lucas Paquetá jafnaði metin fyrir West Ham þegar um hálftími var liðin af leiknum.

Fleiri mörk voru ekki skoruð en Newcastle var ívið sterkari aðilinn án þess þó að skapa sér dauðafæri.

Niðurstaðan hleypir Manchester United upp fyrir Newcastle í þriðja sæti deildarinnar en liðin voru jöfn að stigum fyrir umferðina. West Ham er með 19 stig í 16. sæti deildarinnar, einu stigi frá fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert