Tottenham lagði Englandsmeistarana

Harry Kane fagnar sigurmarki sínu í dag.
Harry Kane fagnar sigurmarki sínu í dag. AFP/Adrian Dennis

Tottenham Hotspur hafði betur gegn ríkjandi Englandsmeisturum Manchester City, 1:0, í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Harry Kane skoraði sigurmarkið eftir stundarfjórðungs leik. Pierre-Emile Höjbjerg vann þá boltann af Rodri á hættulegum stað, kom boltanum til Kane sem gerði vitanlega engin mistök kominn einn gegn Ederson og renndi boltanum í netið.

Var um fyrstu sókn heimamanna í leiknum að ræða.

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks var Riyad Mahrez hársbreidd frá því að jafna metin fyrir Man. City en skot hans við markteiginn small í þverslánni.

Um miðjan síðari hálfleikinn komst Julián Álvarez sömuleiðis afar nálægt því að jafna metin en skot hans úr teignum fór í hnéð á Eric Dier og naumlega yfir markið.

Skömmu síðar fékk Kane færi til þess að tvöfalda forystu Tottenham en Ederson gerði vel í að koma snögglega út á móti og varði vel.

Þremur mínútum fyrir leikslok fékk Cristian Romero, miðvörður Tottenham, sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Einum fleiri tókst Man. City hins vegar ekki að skapa sér nein færi og niðurstaðan því eins marks sigur Tottenham.

Tottenham er áfram í fimmta sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Newcastle United í fjórða sætinu.

Man. City heldur kyrru fyrir í öðru sæti, þar sem liðið er fimm stigum á eftir toppliði Arsenal.

Tottenham 1:0 Man. City opna loka
90. mín. fær gult spjald +7 Þrumar Sessegnon niður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert