Arnar: Potter hræddur við að tapa

Í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi var rætt um Graham Potter, knattspyrnustjóra Chelsea, og þann fokdýra leikmannahóp sem hann hefur nú til umráða.

„Eins og staðan er í dag er hann ekki „fit“ fyrir þennan klúbb, miðað við hvernig hann er á hliðarlínunni. Hann er nagandi neglurnar, ekki eins svalur og hann var kannski hjá Brighton.

En tíminn mun segja til um það, að mögulega er þetta hin fínasta ráðning. Eina sem mér finnst munur á núna hjá honum og var hjá Brighton, er að hann er svolítið hræddur við að tapa, í staðinn fyrir að hjá Brighton hlakkaði hann til að vinna leiki,“ sagði Arnar Gunnlaugsson.

Umræður Arnars, Eiðs Smára Guðjohnsen og Tómasar Þórs Þórðarsonar um Potter og Chelsea má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is