Marsch rekinn frá Leeds

Jesse Marsch hefur verið látinn taka pokann sinn.
Jesse Marsch hefur verið látinn taka pokann sinn. AFP/Peter Powell

Enska knattspyrnufélagið Leeds United hefur rekið Bandaríkjamanninn Jesse Marsch úr starfi knattspyrnustjóra eftir tæplega eins árs starf.

The Athletic greinir frá.

Marsch tók við starfinu af Argentínumanninum Marcelo Bielsa í lok febrúar á síðasta ári og tókst að bjarga liðinu frá falli úr ensku úrvalsdeildinni um vorið.

Á yfirstandandi tímabili hefur Leeds verið í áframhaldandi vandræðum, og það þrátt fyrir að styrkja sig með nokkrum öflugum leikmönnum í sumar og janúar, þar sem liðið er í 17. sæti með 18 stig, jafnmörg og Everton í fallsæti fyrir neðan.

Leeds vann síðast leik í deildinni í byrjun nóvember, 4:3 á heimavelli gegn nýliðum Bournemouth.

Steininn tók úr í gær þegar nýliðar Nottingham Forest unnu 1:0-sigur. Leeds hefur nú ekki unnið sigur í sjö deildarleikjum í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert