Þrír á förum frá Manchester

Harry Maguire er einn þeirra sem er á förum frá …
Harry Maguire er einn þeirra sem er á förum frá United næsta sumar. AFP/Oli Scarff

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United hafa ákveðið að losa sig við þrjá leikmenn næsta sumar.

Það er Manchester Evening News sem greinir frá þessu en leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Anthony Martial, Harry Maguire og Alex Telles.

Leikmennirnir þrír eru ekki í framtíðaráformum hollenska knattspyrnustjórans Eriks ten Hag og því mega þeir allir yfirgefa United næsta sumar.

Manchester United vill bæta við sig framherja í sumar og hafa þeir Harry Kane, framherji Tottenham, og Victor Osimhen, framherji Napoli, einna helst verið orðaðir við félagið.

United er sem stendur í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 42 stig, 8 stigum minna en topplið Arsenal en Arsenal á leik til góða á United.

mbl.is