Arsenal í úrslitaleikinn

Leikmenn Arsenal fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Arsenal fagna sigurmarkinu. Ljósmynd/@ArsenalWFC

Stina Blackstenius reyndist hetja Arsenal þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik enska deildabikarsins í knattspyrnu kvenna í Hertfordshire í kvöld.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 0:0 og því var gripið til framlengingar þar sem Blackstenius skoraði sigurmark leiksins á 91. mínútu og Arsenal fagnaði sigri, 1:0.

Í hinu undanúrslitaeinvíginu mæta Dagný Brynjarsdóttir og liðsfélagar hennar í West Ham liði Chelsea en úrslitaleikurinn fer fram 5. mars.

mbl.is