Mikið áfall fyrir Tottenham

Hugo Lloris meiddist gegn Manchester City.
Hugo Lloris meiddist gegn Manchester City. AFP/Oli Scarff

Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham varð fyrir miklu áfalli í dag er í ljós kom að franski markvörðurinn og fyrirliðinn Hugo Lloris verður frá keppni í allt að tvo mánuði vegna meiðsla.

Lloris varð fyrir meiðslunum er Tottenham vann 1:0-sigur á Manchester City á sunnudaginn var. Myndataka leiddi í ljós sködduð liðbönd í hné. Hann þarf líklega ekki á aðgerð að halda.

Fraser Forster leysir Lloris af hólmi næstu vikurnar, en hann kom til félagsins frá Southampton fyrir tímabilið. Forster hefur leikið fjóra leiki á tímabilinu fyrir Tottenham, þar af einn í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert