Mörkin: United skoraði tvö í seinni hálfleik

Mancehster United og Leeds gerðu jafntefli, 2:2, í afar fjörugum leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester í kvöld.

Leeds komst í 2:0 yfir í leiknum en United tókst að jafna metin með tveimur mörkum í síðari hálfleik.

Leikurinn var afar fjörugur og fengu bæði lið tækifæri til þess að bæta við mörkum en inn vildi boltinn ekki.

Leikur Manchester United og Leeds var sýndur beint á Símanum Sport.

mbl.is