Úrvalsdeildarliðið lagði B-deildarliðið

Aleksandar Mitrovic og Andreas Pereira fagna marki þess síðarnefnda í …
Aleksandar Mitrovic og Andreas Pereira fagna marki þess síðarnefnda í kvöld. Ljósmynd/@FulhamFC

Fulham er komið áfram í 16-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir sigur gegn B-deildarliði Sunderland á útivelli í 32-liða úrslitum keppninnar í kvöld.

Leiknum lauk með 3:2-sigri Fulham en Harry Wilson kom Fulham yfir strax á 8. mínútu áður en Andreas Pereira tvöfaldaði forystu Fulham á 59. mínútu.

Jack Clarke minnkaði muninn fyrir Sunderland áður en Layvin Kurzawa skoraði þriðja mark Fulham á 82. mínútu. 

Jewison Benette klóraði í bakkann fyrir Sunderland með marki í uppbótartíma en lengra komst Sunderland ekki og Fulham fagnaði sigri.

mbl.is