Klopp er samt alltaf minn maður

Jürgen Klopp
Jürgen Klopp AFP/Glyn Kirk

Það er sæmileg brekka hjá mínum mönnum í Liverpool þessa dagana. Á árum áður missti ég ekki af leik hjá mínu liði og skipti þá engu máli hvort þeir voru að spila á móti Manchester City eða Notts County í 2. umferð enska deildabikarsins.

Frá því að sonur minn fæddist árið 2018 hefur áhorfið minnkað. Ég reyni þó að horfa á stærstu leikina, til dæmis þegar liðið spilar í Meistaradeildinni eða mætir bestu liðum Englands. Í dag hef ég líka þroskast, að mínu mati allavega, þar sem ég á mjög auðvelt með að slökkva bara á sjónvarpinu eins og til dæmis á laugardaginn síðasta þegar Liverpool steinlá fyrir Wolves.

Jürgen Klopp er samt alltaf minn maður. Það eru einhverjir byrjaðir að kalla eftir því að hann verði rekinn. Ég er ekki þar. Stuðningsmenn Liverpool hafa verið ofdekraðir af góðu gengi og frábærum fótbolta og þegar á móti blæs vilja einhverjir losna við manninn sem skilaði liðinu fyrsta Englandsmeistaratitlinum í 30 ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »