De Gea átti markvörslu mánaðarins (myndskeið)

Markvarsla spænska markvarðarins David de Gea í leik Manchester United gegn Leicester City hefur verið valin besta varsla febrúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Man. United vann öruggan sigur á Leicester, 3:0, þann 19. febrúar síðastliðinn og sá de Gea til þess að Rauðu djöflarnir héldu hreinu þegar hann varði frábærlega frá Kelechi Iheanacho.

Iheanacho náði föstum skalla sem de Gea var eldlfjótur að bregðast við og verja til hliðar.

Markvörsluna má sjá frá öllum sjónarhornum í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is