Eiður Smári: Bestu leikir Liverpool eru á móti stærstu liðunum

Liverpool hefur gengið afleitlega gegn minni spámönnum ensku úrvalsdeildarinnar á yfirstandandi leiktíð. Liðið tapaði 1:0 á útivelli gegn Bournemouth í gær.

Gylfi Ein­ars­son og Eiður Smári Guðjohnsen ræddu við Tóm­as Þór Þórðar­son um Liverpool í Vell­in­um á Sím­an­um Sport og um baslið gegn liðum í neðri hlutanum sem oftar en ekki leggjast til baka gegn Bítlaborgarliðinu.

Eiður sagði bestu leiki Liverpool vera á móti stærstu liðunum.

„Þegar þeir fá smá svæði og þegar þeir fá að vera hættulegir í skyndisóknum og þurfa ekki að hafa algjöra stjórn á leiknum frá fyrstu mínútu,“ sagði Eiður Smári.

Innslagið má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­starfi við Sím­ann Sport.

mbl.is