Gylfi: Getur enginn sagt neitt ef hann myndi vilja fara

Framtíð Harry Kane hefur löngum verið umtalsefni en Tottenham hefur ekki unnið titil síðan liðið vann deildabikarinn árið 2008. Þó Kane hafi unnið margsinnis ýmis einstaklingsverðlaun hefur hann aldrei unnið neitt með Tottenham eða enska landsliðinu.

Gylfi Einarsson og Eiður Smári Guðjohnsen ræddu við Tóm­as Þór Þórðar­son um Kane og framtíð hans hjá Lundúnaliðinu á Vell­in­um á Sím­an­um Sport og þau félög sem hann gæti hugsanlega gengið til liðs við.

Gylfi sagði að enginn gæti sagt neitt ef hann myndi vilja fara frá liðinu eftir þessa leiktíð. Eiður Smári, sem lék með Tottenham á sínum tíma, tók undir orð Gylfa.

Innslagið má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í samstarfi við Sím­ann Sport.

mbl.is