Tilþrifin: Casemiro sendur í sturtu fyrir ljóta tæklingu

Manchester United og Southampton gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford í Manchester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Bæði lið fengu færi til að skora en hvorugu tókst að setja boltann í netið. Casemiro, miðjumaður United, fékk að líta beint rautt spjald í fyrri hálfleik fyrir ljóta tæklingu á Carlos Alcaraz.

Tilþrifin úr leiknum má sjá hér að ofan.

Leikur Manchester United og Southampton var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is