Allt í hlandi á Old Trafford

Stuðningsmenn Manchester United eru komnir með nóg af Glazer-fjölskyldunni.
Stuðningsmenn Manchester United eru komnir með nóg af Glazer-fjölskyldunni. AFP/Darren Staples

Stuðningsmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United eru orðnir langþreyttir á slæmu ástandi á heimavelli félagsins Old Trafford.

United tók á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær en klósettin á vellinum biluðu á meðan leik stóð.

Hland flæddi því um gólf vallarins en Glazer-fjölskyldan, eigendur félagsins, hafa verið harðlega gagnrýndir af stuðningsmönnum félagsins að undanförnu fyrir litlar endurbætur á vellinum sem mikil þörf er á.

„Ég var að mæta á Old Trafford og þetta er ekki í fyrsta sinn sem byrjað er að flæða upp úr klósettunum og það er hland út um öll gólf,“ skrifaði einn stuðningsmaður liðsins í færslu sem hann birti á Twitter.

„Þetta er ógeðslegt og þetta er einn af þeim hlutum sem Glazer-fjölskyldan vill ekki að fólk sjái,“ sagði stuðningsmaðurinn meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert