Ellefu á förum frá Chelsea?

N'Golo Kanté verður samningslaus í sumar.
N'Golo Kanté verður samningslaus í sumar. AFP/Glyn Kirk

Allt að ellefu leikmenn gætu yfirgefið enska knattspyrnufélagið Chelsea í sumar.

Það er The Athletic sem greinir frá þessu en sex leikmannanna sem um ræðir verða samningslausir í sumar.

Þá gætu fimm leikmenn verið seldir en Graham Potter, stjóri liðsins, hefur áður kvartað yfir því að leikmannahópur liðsins sé of stór.

N'Golo Kanté, Athan Ampadu og Toemoue Bakayoko verða allir samningslausir í sumar. Þá eiga þeir Mateo Kovacic, Cesar Azpilicueta, Christian Pulisic, Pierre-Emerick Aubameyang, Ruben Loftus-Cheek og Mason Mount allir ár eftir af samningum sínum.

Chelsea hefur eytt háum fjárhæðum í nýja leikmenn frá því bandaríski auðkýfingurinn Todd Boehly keypti félagið en félagið keypti átta nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum í janúar.

mbl.is