Gylfi: Mér finnst þetta ekki víti

Leikmenn Manchester United vildu í tvígang fá dæmda vítaspyrnu í markalausa jafnteflinu gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í gær.

Fyrst virtist sem boltinn færi í höndina á Armel Bella-Kotchap en ekkert var dæmt.

„Hann rennur og fær boltann í höndina, það er enginn ásetningur hjá honum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi.

Í síðara skiptið féll Marcus Rashford við eftir snertingu Gavins Bazunu í marki Southampton.

„Mér finnst þetta ekki vera víti,“ sagði Gylfi Einarsson.

Umræður Eiðs Smára, Gylfa og Tómasar Þórs Þórðarsonar um vítaspyrnurnar tvær sem Man. United vildi fá má sjá í heild sinni hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert