Ödegard og Kerr best - Dagný tilnefnd

Sam Kerr, fyrir miðju, fagnar marki fyrir Chelsea. Hún er …
Sam Kerr, fyrir miðju, fagnar marki fyrir Chelsea. Hún er knattspyrnukona ársins í Lundúnum. AFP/Adrian Dennis

Norðmaðurinn Martin Ödegaard frá Arsenal og Ástralinn Sam Kerr frá Chelsea voru í kvöld útnefnd knattspyrnumaður og knattspyrnukona ársins 2022 í Lundúnum á stórri verðlaunahátíð sem haldin var í bresku höfuðborginni.

Sömu félög áttu bestu ungu leikmennina sem valdir voru við sama tilefni en það voru Bukayo Saka fra Arsenal og Lauren James frá Chelsea.

Dagný Brynjarsdóttir, fyrirliði West Ham og landsliðskona Íslands, var í hópi þeirra fimm kvenna sem tilnefndar voru í kosningunni á bestu knattspyrnukonu Lundúna.

Martin Ödegaard - besti knattspyrnumaður Lundúna.
Martin Ödegaard - besti knattspyrnumaður Lundúna. AFP/Glyn Kirk
mbl.is