Varð fyrir kynþáttaníði eftir jafnteflið við United

Kyle Walker-Peters í baráttu við Marcus Rashford í gær.
Kyle Walker-Peters í baráttu við Marcus Rashford í gær. AFP/Darren Staples

Kyle Walker-Peters, bakvörður Southampton, varð fyrir kynþáttaníði á Instagram-aðgangi sínum eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Fjöldi ljótra athugasemda birtust undir færslu Walker-Peters, sem er dökkur á hörund, eftir leikinn.

Í yfirlýsingu frá Southampton segir félagið að níðið sé viðurstyggilegt og að félagið sé afar vonsvikið.

Einnig lýstu Dýrlingarnir yfir vonbrigðum með aðgerðaleysi samfélagsmiðla í baráttunni gegn kynþáttaníði á þeim.

mbl.is