Þriggja ára bann fyrir kynþáttaníð

Ivan Toney fagnar marki í leik með Brentford.
Ivan Toney fagnar marki í leik með Brentford. AFP/Adrian Dennis

Karlmaður sem beitti knattspyrnumanninn Ivan Toney, sóknarmann Brentford, kynþáttaníði á samfélagsmiðlum hefur verið úrskurðaður í þriggja ára bann frá öllum leikvöngum á Bretlandseyjum.

Toney deildi skjáskoti af ljótum skilaboðum frá karlmanni að nafni Neill, sem hann sendi sóknarmanninum eftir 2:0-sigur Brentford á Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni.

Í leiknum skoraði Toney bæði mörk Brentford.

Neill var einnig dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, en sá dómur er skilorðsbundinn í tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert