Frá Manchester City til Barcelona?

Ilkay Gündogan er samningslaus eftir tímabilið.
Ilkay Gündogan er samningslaus eftir tímabilið. AFP/Paul Ellis

Þýski knattspyrnumaðurinn Ilkay Gündogan gengur líklega til liðs við Barcelona í sumar þegar samningur hans við Manchester City rennur út.

Þetta fullyrðir spænska íþróttadagblaðið AS í dag og  segir að Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, hafi sjálfur rætt við Gündogan til að sannfæra hann um að koma í sínar raðir.

Gündogan er 32 ára gamall og hefur skoraði 53 mörk og átt 37 stoðsendingar fyrir Manchester City síðan hann kom til félagsins frá Borussia Dortmund fyrir sjö árum.

mbl.is