Þurfum að breyta hugarfari okkar

Patrick Vieira.
Patrick Vieira. AFP/Glyn Kirk

Hvorki gengur né rekur hjá Crystal Palace um þessar mundir enda hefur liðið ekki enn unnið einn einasta leik á árinu 2023.

Í gær tapaði Palace sínum þriðja leik í röð og hafa þeir allir endað 0:1, síðast gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

„Við vorum nógu árásargjarnir en það vantaði aðeins upp á hæfileikana á stundum, drápseðli og vægðarleysi til þess að koma boltanum í netið.

Vandamálið er að við erum ekki að skora þessi mörk og tökum ekki réttar ákvarðanir á síðasta þriðjungnum. Þetta tengist sjálfstrausti,“ sagði Patrick Vieira, knattspyrnustjóri Palace, í samtali við BBC Sport eftir leikinn í gær.

Síðast vann Palace deildarleik á gamlársdag og er liðið búið að sogast niður í fallbaráttu enda nú aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

„Við sýndum karakter og spiluðum mjög góðan fótbolta á köflum. Ef við lítum til þess er það jákvætt.

En það er mikilvægast að skora og við verðum að halda áfram að vera jákvæðir og breyta hugarfari okkar, sérstaklega sóknarmennirnir. Leikmennirnir verða að skilja að þessi tækifæri eru mikilvæg,“ bætti hann við.

mbl.is