Mörkin: Rautt spjald og mark nánast frá miðju í sigri Leeds

Leeds vann mikilvægan útisigur á Úlfunum, 4:2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Jack Harrison, Luke Ayling, Rasmus Kristensen og Rodrigo skoruðu mörk Wolves en þeir Jonny Otto og Matheus Cunha skoruðu fyrir Wolves. Mark Jonny var afar glæsilegt en hann tók boltann þá á lofti nánast frá miðju og smellti honum yfir Illan Meslier sem var kominn langt út úr marki sínu.

Jonny fékk svo að líta beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Ayling þegar skammt var eftir af leiknum.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.

Leikur Wolves og Leeds var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is