Velski knattspyrnumaðurinn David Brooks sneri aftur á keppnisvöllinn í gær, tæpu hálfu öðru ári eftir að hann spilaði síðast í kjölfar þess að hafa greinst með krabbamein.
Brooks, sem er 25 ára gamall, kom inn á sem varamaður á 79. mínútu hjá Bournemouth í 0:3-tapi liðsins fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gær.
536 voru þá liðnir frá því að hann spilaði síðast. Í október árið 2021 greindist Brooks með Hodgkins eitilfrumuæxli.
Í maí á síðasta greindi hann sjálfur frá því að hann hefði sigrast á krabbameininu. Við tók löng endurhæfing og var Brooks í leikmannahópnum í fyrsta sinn á tímabilinu þegar hann var allan tímann á varamannabekknum í 1:0-sigri Bournemouth á Liverpool um síðustu helgi.
„Þetta var einstætt augnablik,“ var skrifað á Twitteraðgangi Bournemouth þegar Brooks kom inn á í leiknum í gær.