United eða Fulham mætir Brighton

Manchester City gæti mætt nágrönnum sínum í Manchester United í …
Manchester City gæti mætt nágrönnum sínum í Manchester United í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. AFP/Oli Scarff

Dregið var í undanúrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla rétt í þessu.

Sigurvegarinn úr viðureign Manchester United og Fulham mætir Brighton & Hove Albion.

Englandsmeistarar Manchester City fengu þá draumadrátt þar sem B-deildar lið Sheffield United bíður þeirra.

Báðir leikirnir fara fram á Wembley-leikvanginum. Annar þeirra fer fram laugardaginn 22. apríl og hinn sunnudaginn 23. apríl.

Drátturinn:

Brighton & Hove Albion - Manchester United/Fulham

Manchester City - Sheffield United

mbl.is