Ákvörðun tekin á næstu tveimur sólarhringum

Antonio Conte.
Antonio Conte. AFP/Justin Tallis

Breskir miðlar greina nú frá því að stjórnarmenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham muni taka ákvörðun um framtíð stjóra liðsins, Antonio Conte, á næstu 48 klukkustundum.

Conte hefur farið mikinn á blaðamannafundum undanfarið þar sem hann hefur gagnrýnt félagið og hafa margir talað um að hann sé hreinlega að reyna að láta reka sig.

Fyrr í dag greindu breskir miðlar frá því að leikmenn Tottenham væru handvissir um að hann yrði ekki stjóri liðsins á næsta tímabili og að það væri í raun og veru bara tímaspursmál hvenær hann færi.

Liðið missti niður tveggja marka forystu gegn Southampton um helgina og er talið að það gæti hafa verið dropinn sem fyllti mæli stjórnarinnar. Það verður því áhugavert að sjá hvernig mál Ítalans þróast á næstu tveimur sólarhringum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert