Varnarmaður Arsenal frá út tímabilið

Tomiyasu í leiknum gegn Sporting.
Tomiyasu í leiknum gegn Sporting. AFP/Filipe Amorim

Takehiro Tomiyasu, varnarmaður enska knattspyrnuliðsins Arsenal, verður ekki meira með á tímabilinu eftir að hafa meiðst gegn Sporting í Evrópudeildinni á dögunum.

Í tilkynningu félagsins kemur fram að leikmaðurinn hafði meiðst illa á hægra hné í leiknum. Einnig kemur fram í tilkynningunni að Tomiyasu hafi farið í aðgerð í Lundúnum í dag sem gekk vel. Hann verður þó frá út tímabilið.

Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með átta stiga forskot á Manchester City þegar tíu umferðir eru eftir. City á þó leik til góða og getur minnkað forskotið niður í fimm stig. Arsenal missti einnig William Saliba af velli vegna meiðsla í leiknum gegn Sporting en meiðsli hans eru ekki talin jafn alvarleg og Japanans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert