Við skildum hvor annan virkilega

Mesut Özil og Alexis Sánchez fagna marki með Arsenal árið …
Mesut Özil og Alexis Sánchez fagna marki með Arsenal árið 2016. AFP

Sílemaðurinn Alexis Sánchez, knattspyrnumaður Marseille, hefur kastað kveðju á sinn fyrrum liðsfélaga, Mesut Özil, sem tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta áðan. 

Sánchez og Özil fögnuðu góðu gengi með Arsenal í þau fjögur ár sem þeir spiluðu saman hjá félaginu en meðal annars unnu þeir tvo enska bikartitla. 

Tvíeykið myndaði einstaka tenginu og skoraði oft á tíðum glæsileg mörk. Sánchez tók sig til á Instagram og kastaði kveðju á sinn gamla liðsfélaga. 

„Við skildum virkilega hvor annan vinur minn Mesut. Ég óska þér alls hins besta í næsta kafla þínum,“ sagði Sánchez. 

mbl.is