Tveir frá Arsenal í hópi þeirra bestu í mars

Bukayo Saka og Leandro Trossard léku mjög vel með Arsenal …
Bukayo Saka og Leandro Trossard léku mjög vel með Arsenal í þessum mánuði. AFP/Justin Tallis

Tveir leikmenn Arsenal eru í hópi þeirra leikmanna sem enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefur tilnefnt í kjörinu á besta leikmanni marsmánaðar.

Þetta eru þeir Bukayo Saka og Leandro Trossard, en auk þeirra eru tilnefndir þeir Alexander Isak frá Newcastle, Alexis Mac Allister frá Brighton, Tyrone Mings frá Aston Villa og Mohamed Salah frá Liverpool.

Kjörið er óvenju snemma á ferð þar sem enn eru átta dagar eftir af mars, en ekki verður leikið meira í deildinni í þessum mánuði vegna landsleikjahlésins.

mbl.is