Everton sakað um brot á reglum deildarinnar

Leikmenn Everton.
Leikmenn Everton. AFP/Oli Scarff

Enska úrvalsdeild karla í knattspyrnu hefur vísað Everton til óháðar nefndar fyrir meint brot á reglum deildarinnar um sjálfbærni og fjárhagslega háttvísi. 

Meinta brotið er í tengslum við tímabil sem lauk með tímabilinu 2021-2022. Everton tapaði 371,8 milljónum punda undanfarin þrjú ár. Reglur ensku úrvalsdeildarinnar leyfa félögum að tapa að hámarki 105 milljónum punda á þremur árum. 

Félögum hefur hinsvegar verið heimilt að afskrifa töp af völdum Covid-19 heimsfaraldursins. Í nýjustu reikningum sínum sagði Everton að 170 milljónir af tapi félagsins væri af völdum heimsfaraldursins. 

Félög sem brjóta reglur úrvalsdeildarinnar um Financial Fair Play geta fengið sekt eða stig dregin frá.

Í yfirlýsingu frá Everton segir félagið að það sé „vonsvikið að heyra af ákvörðun úrvalsdeildarinnar.“

„Félagið mótmælir harðlega ásökuninni um vanefndir og er ásamt óháðu teymi sérfræðingum þess fullvisst um að það sé áfram í samræmi við allar fjármálareglur og reglugerðir. 

Everton sé reiðubúið að verja stöðu sína af krafti. Félagið hefur í nokkur ár veitt úrvalsdeildinni upplýsingar á opinn og gagnsæjan hátt og hefur meðvitað valið að starfa af fyllstu trú á hverri stundu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert