Leikvangi Leeds United lokað

Elland Road er heimavöllur Leeds United.
Elland Road er heimavöllur Leeds United. AFP

Elland Road, leikvangi enska knattspyrnufélagsins Leeds United, hefur verið lokað af öryggisástæðum.

Í tilkynningu frá félaginu segir að skrifstofum, miðasölu og verslun félagsins hafi verið lokað um ótiltekinn tíma samkvæmt ráðleggingum lögreglu. Starfsfólk félagsins hefur verið sent heim.

Talið er að hótun sem barst á samfélagsmiðlum hafi leitt til þessara aðgerða.

Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum í West Yorkshire segir að lögreglan hafi verið kölluð að Elland Road vegna tilkynningar um öryggisógnun á svæðinu. Verið sé að rannsaka málið og kanna hversu trúverðug hótunin sé. Málið hafi verið tilkynnt um klukkan 22 í gærkvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert